The Global Language of Business
Tvívíð strikamerki fyrir stykkjavöru og vigtarvöru

Almenn tvívíð strikamerki

Til að útbúa tvívíð strikamerki með tilgreindum upplýsingum fyrir bæði stykkjavöru og vigtarvöru, þarf að fylgja ákveðnum skrefum og nota rétta Application Identifiers (AI) fyrir hverja tegund upplýsinga. Hér eru skrefin og AIs fyrir hvorn flokk fyrir sig:

1. Skilgreina upplýsingar og viðeigandi Application Identifiers (AI)

  1. GTIN: Notað til að auðkenna vöruna sjálfa.
    • AI 01: Notað fyrir GTIN, sem er 14 stafa númer (í flestum tilfellum er það EAN-13 strikamerkjanúmerið að viðbættu 0 fyrir framan).
  2. Þyngd (Aðeins notað fyrir vigtarvöru með vigtarvörunúmeri): Gefur upp vigt vörunnar í kílógrömmum.
    • AI 310n: Notað fyrir þyngd, þar sem n er tala frá 0-5 og gefur upp fjölda aukastafa fyrir kg. Til dæmis, AI 3103 væri fyrir þyngd í kg með þremur aukastöfum (Mest notað á Íslandi)
  3. Best fyrir
    • AI 15: Notað fyrir Best fyrir dagsetningui (YYMMDD snið).
  4. Lota: Notað til að rekja framleiðslulotur.
    • AI 10: Notað fyrir lotunúmer. Þetta númer getur verið allt að 20 stafabil og getur innihaldið stafi og tölur.

2. Útbúa gögn fyrir Data Matrix eða QR kóða

Safna þarf öllum upplýsingum í einn streng, með Application Identifiers til að auðkenna hvern þátt. Þessi strengur verður svo notaður til að mynda sjálft tvívíða strikamerkið.

Dæmi um tvívítt strikamerki fyrir stykkjavöru:

Ef þú ert með:

  • GTIN: 01234567890123
  • Best fyrir dagsetningu: 31.12.2025
  • Lotunúmer: A1234B

Þá er strikamerkjastrengurinn þessi:

Þetta er stafrænn strengur sem GS1 Data Matrix eða GS1 QR kóða hugbúnaðurinn mun nota til að kóða upplýsingarnar í strikamerkið.

Dæmi um tvívítt strikamerki fyrir vigtarvöru:

Ef þú ert með:

  • GTIN: 01234567890123
  • Þyngd: 1,250 kg
  • Best fyrir dagsetningu: 31.12.2025
  • Lotu: B9876C

Þá er strikamerkjastrengurinn þessi:

3. Búa til sjálft strikamerkið

Til þess að búa til strikamerkið sjálft út frá strengnum hér að ofan þarf að nota strikamerkjahugbúnað sem styður GS1 Data Matrix eða QR-kóða.

Þar er annaðhvort hægt að setja strenginn inn eins og hann birtist hér að ofan eða setja upplýsingar og viðeignandi application identifier í sitthvoru lagi og svo prenta strikamerkið.

4. Prófa strikamerkið

Að lokum þarf að prófa strikamerkið og sjá hvort upplýsingarnar séu réttar.

Hægt er að nota skanna og hugbúnað sem þeim fylgir í verkið, einnig er hægt að nota snjallsímaforrit á borð við Scandit.

Dæmi um tvívíð strikamerki útfrá gögnum í leiðbeiningum

Stykkjavara með best fyrir dagsetningu og lotu

GS1 Data Matrix
QR-kóði

Vigtarvara með best fyrir dagsetningu, vigt í grömmum og lotu

GS1 Data Matrix
QR-kóði

Læs vejledning her

arrow-right-circle
Download PDF

Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.

Þarftu aðstoð?
511 3011
info@gs1.is

Tvívíð strikamerki fyrir stykkjavöru og vigtarvöru

Innihald

Nýjustu leiðbeiningar

|
5
 min
GS1 Vörukladdi - fyrstu skref
Sjáðu hér hvernig þú skráir vörurnar þínar í GS1 Vörukladda
This is some text inside of a div block.
|
6
 min
Leiðbeiningar fyrir staðsetningu EAN strikamerkja
Hver er besta staðsetningin fyrir strikamerkið á vörunni þinni?
This is some text inside of a div block.