Það er spennandi að koma vörum sínum í sölu. Fyrst þarf þó að huga að réttum auðkennum áður en hægt er að búa til strikamerki og varan ratar í hillur eða í vefverslunina. Strikamerkið tryggir að hægt sé að bera kennsl á þínar vörur í aðfangakeðjunni í heild sinni og að lokum við búðarkassann.
Til að strikamerkja vörur þarftu svokallað Global Trade Item Number (GTIN) sem eru tölurnar undir strikamerkinu þínu. GTIN er alþjóðlegt vörunúmer sem tryggir það að varan þín er auðþekkjanleg frá öðrum.
Gjaldskránna fyrir GTIN er að finna hérna en verð fyrir áskrift að GTIN er háð veltuflokki fyrirtækja en ekki fjölda úthlutaðra GTIN.
Ef þú ert ekki viss í hvaða veltuflokki fyrirtækið þitt er í getur þú slegið inn kennitölu fyrirtækisins á Mitt GS1 og verðið er reiknað út fyrir þig.
Til að fá úthlutuð GTIN auðkenni þurfa fyrirtæki að skrá sig í áskrift að þjónustu GS1 Ísland og greiða fyrir hana árgjald. Við skráningu þarf einnig að greiða stofngjald
Úthlutuð GTIN auðkenni eru einstæð á alþjóðavísu og gera þér kleift að auðkenna vörurnar þínar hvort sem er fýskískt eða í vefverslunum. GTIN auðkennið notar þú einnig til að búa til strikamerkið.
Undir strikamerkinu er talnaruna - en fyrir hverju standa þær?
Tölurnar undir strikamerkinu er GTIN auðkenni sjálfrar vörunnar. Fyrstu þrír tölustafirnir standa fyrir því hvaða GS1 skrifstofa úthlutaði auðkenninu. Þess vegna kalla sumir tölurnar þrjár fyrir "landkóða".
Auðkenni sem eru úthlutuð af GS1 Ísland byrja á tölustöfunum 569.
Hérna getur þú séð lista yfir þau GS1 forskeyti sem GS1 skrifstofur í mismunandi löndum eru með. GS1 forskeyti ásamt tilvísunarnúmer fyrirtækis verða að svokölluðu fyrirtækjaauðkenni (Global Company Prefix).
Þegar þú hefur sótt um GTIN, fær fyrirtækið úthlutað svokallað Global Company Prefix (GCP) auðkenni. GCP auðkennir fyrirtækið í GS1 stöðlum á heimsvísu og byrjar á 569 fyrir Ísland.
Út frá fyrirtækjaauðkenni getur þú búið til eins mörg GTIN og þú hefur þörf fyrir til að selja vörur á netinu eða til að merkja vörubretti eða kassa. GTIN auðkennið notarðu svo líka til að strikjamerkja söluvöru.
Ítarlegri leiðbeiningar um hvernig þú pantar og býrð til GTIN og/eða strikamerki er að finna hér.
Þegar þú ert tilbúinn getur þú svo pantað GTIN auðkenni á Mitt GS1.
Ef þú ert ekki með prentara til að prenta strikamerkin þá erum við með lista af fyrirtækjum sem hafa reynslu í því hér.
GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.
GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.
GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.
Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.
Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti tökum við fyrirspurnum fagnandi.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is