The Global Language of Business

GTIN

Global Trade Item Number

GTIN er strikamerkjaauðkenni og formlegt heiti talnarununnar sem er undir strikamerkinu. GTIN númerið er notað hvort sem er í raunheimum eða í netverslunum.

Númerið er hægt að nota með öðrum miðlunarháttum svo sem RFID og tvívíðum strikamerkjum.

GS1 er með einkaleyfi á úthlutun GTIN strikamerkjaauðkenna. Greiða þarf árgjald fyrir notkun GTIN og áskrift. Hægt er að skrá fyrirtæki í áskrift hér.

Þvert á atvinnugreinar

Smásala og verslanir

GTIN á smávöru og í matvælaframleiðslu hjálpar þér að uppfylla kröfur viðskiptavina þinna bæði hvað varðar stuttan afhendingartíma sem og vöruupplýsingar. Eins getur GTIN gefið þér nákvæma yfirsýn yfir lagerstöðu, vörur á pöntunum og stofnvörugögn.

Hér að neðan sérðu lista yfir algengustu GTIN staðla á smávöru og í mætvælaframleiðslu.

GTIN-13: Þetta er hin algengasta útgáfa af GTIN auðkenninu sem við öll þekkjum úr verslunum og er lesið með strikamerkjalesara við kassann.

GS1-128: Notast þegar þörf er að merkja vöru með ítarlegri upplýsingun en einungins vörunúmer.

GTIN-13 vigtarvörunúmer: Notast þegar vara selst í mismunandi þyngdum. Í þeim tilfellum er þyngdin skráð beint í strikamerkið

GTIN-14: Þetta auðkenni er yfirleitt sett á kassa eða aðrar eininigar sem eru ekki skannaðar við afgreiðslukassann.

GTIN-12 / UPC: Vöruauðkenni sem getur þurft að setja á vörur sem á að flytja út og selja í Bandaríkjunum og Kanada.

GTIN-8: Smæsta vöruauðkennið og er hægt að nota á litlar pakkningar þar sem ekki er pláss fyrir EAN-13 strikamerki með GTIN-13

Heilbrigðisþjónusta

GTIN bætir rekjanleika og öryggi í aðfangakeðjunni frá framleiðanda til sjúklings. Í heilbrigðis- og lyfjageiranum gengur GTIN undir heitinu UDI-DI.

Lögum samkvæmt þurfa lækningatæki að bera strikamerki sem innihalda meira en bara vörunúmer. Dæmi um slíkt er lotunúmer og fyrningardagsetning. Þessi staðall kallast UDI.

Hvað varðar vörumerkingar í heilbrigðisgeiranum er yfirleitt notast við GS1 Datamatrix eða GS1-128 strikamerki, sem hvort um sig er byggt á UDI-DI.

Vörustjórnun og flutningar

Með því að nota GTIN verða auðveldar alla ferla varðandi vörustjórnun og flutninga. Vöruskipun og móttaka, lagerhald og umsýsla flutninga talar allt sama alþjóðlega tungumálið svo að aðfangakeðjan haldist sveigjanleg en á sama tíma órjúfanleg.

Hér að neðanverðu finnur þú algengustu GTIN tegundir sem er notaðar í vörustjórnun og flutningar:

GTIN-13: Þetta er hin algengasta útgáfa af GTIN auðkenninu sem við öll þekkjum úr verslunum og er lesið með strikamerkjalesara við kassann.

GTIN-14: Þetta auðkenni er yfirleitt sett á kassa eða aðrar eininigar sem eru ekki skannaðar við afgreiðslukassann.

Föt og textíll

Fata- og textíliðnaðurinn fylgir í grunninn sömu stöðlum og hver annar iðnaður. Hægt er að nota GTIN til að skilja að mismunandi tegundir, liti og stærðir.

Þar að auki hefur hátískuiðnaðurinn nýtt sér EPC og RFID tækni til að bæta raðnúmeri við GTIN. GTIN verður í þeim tilfellum að SGTIN (Serialized Global Trade Item Number).

Algengustu GTIN merkingarnar sem notaðar eru í fata- og textíliðnaðinum eru:

GTIN12:  Við útflutning á vörum til Bandaríkjanna og Kanada, geta flestir meðhöndlað hið klassíska EAN-13 strikamerki. Það finnast þó undantekingartilfelli og við mælum með því að þú hafir samband við þinn dreifingaraðila hvað það varðar.

GTIN-13: Þetta er hin algengasta útgáfa af GTIN auðkenninu sem við öll þekkjum úr verslunum og er lesið með strikamerkjalesara við kassann.

GTIN-14: Þetta auðkenni er yfirleitt sett á kassa eða aðrar eininigar sem eru ekki skannaðar við afgreiðslukassann.

Sækja um GTIN númer

Notaðu Mitt GS1 vefsvæðið til að spara þér tíma.

Er du i tvivl om din virksomhed allerede er medlem GS1 Denmark og har en profil på Mit GS1? Find ud af det ved at indtaste jeres virksomheds CVR nedenfor.

DK
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Gjaldskrá GTIN

Gjaldskrá miðast við veltu fyrirtækja án virðisaukaskatts og annarra gjalda. Verð eru birt án virðisaukaskatts.

Sláðu inn kennitölu á
Mitt GS1 til á fá nákvæman útreikning á verði fyrir þitt fyrirtæki.

Lýsing
Stofngjald
Árgjald
Byrjunarpakkinn: Allt að 3 GTIN
Einungis fyrir einstaklinga og fyrirtæki með undir 100 milljóna veltu
11.000 kr.
8.000 kr.
Ársvelta undir 15 milljónir
18.000 kr.
18.000 kr.
Ársvelta á bilinu 15 - 100 milljónir
35.000 kr.
35.000 kr.
Ársvelta á bilinu 100 -500 milljónir
75.000 kr.
75.000 kr.
Ársvelta á bilinu 500 -1.000 milljónir
112.000 kr.
112.000 kr.
Ársvelta á bilinu 1 - 5 milljarðar
150.000 kr.
150.000 kr.
Ársvelta á bilinu 5 - 10 milljarðar
185.000 kr.
185.000 kr.
Ársvelta á bilinu 10 - 25 milljarðar
245.000 kr.
245.000 kr.
Ársvelta yfir 25 milljarðar
305.000 kr.
305.000 kr.

Algengar spurningar

Eru GTIN og strikamerki það sama?

GTIN er númerið undir strikamerkinu og því er er GTIN tæknilega séð ekki strikamerki, heldur einungis hluti þess.

Dags daglega tala margir viðskiptavinir okkar um GTIN þegar þeir eiga við strikamerki. Því sérðu að hér á heimasíðunni gerum við það sama, til að fyrirbyggja misskilning.

Hversu mörg GTIN þarf ég að nota?

Á "Mitt GS1" vefsvæðinu getur þú valið þann fjölda GTIN sem henta þér. Hversu mörg GTIN þú hefur þörf á veltur á því hversu margar vörur þú þarft að strikamerkja.

Smellið hér til að fara á "Mitt GS1"

Hvenær þarf ég að breyta um GTIN á vöru?

Breyta þarf um GTIN á vöru við ákveðin skilyrði, t.d. þegar stærð, þyngd, innihald eða gæðavottun vörunnar breytist.

Alþjóðasamtök GS1 hafa búið til verkfæri sem hjálpar þér að komast að því hvort breytingar GTIN sé þörf.

Smellið hér til að sjá nánar

Til að fyrirbyggja það vandamál að þið notist við strikamerki sem þið eruð ekki í áskrift að, né að þið séuð að nota GTIN-forskeyti frá öðrum fyrirtækjum þarf að hafa eftirfarandi í huga.

Við sameiningu: Tilkynnið handhafabreytingu GTIN-forskeyti yfir á það fyrirtæki sem mun haldaáfram rekstri. Gerið svo með því að senda tölvpóst á info@gs1.is

Kaup af hluta fyrirtækis t.d. kaup af vörumerki: Það GTIN-forskeyti sem er í notkun á viðkomandi vörumerki þarf að handhafabreyta frá seljanda yfir á kaupanda ef það er mögulegt. Sé seljandi að nota hluta af GTIN auðkennum á aðra vöru þarf hann að breyta strikamerkjum á viðkomandi vörum. Takið eftir að aðeins er hægt að handhafabreyta GTIN-forskeyti í held sinni en ekki stökum GTIN númerum.

Sala fyrirtækis í heild sinni: Við sölu fyrirtækis þarf kaupandi að taka yfir GTIN-forskeyti frá seljanda og þar með áskrift hjá GS1 Ísland, eða þá að breyta strikamerkjum á öllum vörum sem seljandi var að nota.

Hvernig bý ég til strikamerkin mín?

Í strikamerkjatóli á Mitt GS1-vefsvæðinu er hægt að sækja öll þau strikamerki sem hægt er að búa til útfrá því GTIN-forskeyti sem þínu fyrirtæki hefur verið úthlutað.

Skoða strikamerkjatól

Reynslusögur

Við veitum ráðgjöf

Ef þú ert ekki enn með GS1 áskrift og hefur ekki keypt strikamerki áður, ekki hafa áhyggjur. Það er alltaf hægt að hafa samband við sérfræðinga GS1 sem eru tilbúnir til að leiðbeina þér vel í gegnum ferlið.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is