Með því að fá alþjóðlega stöðluð auðkenni frá GS1 má auka afköst og gera samskipti einfaldari í gegnum alla aðfangakeðjuna.
Best er að sameina þjónustur GS1. Þannig auka þær verðmæti og bæta reksturinn.
GLN númerið er notað til staðsetningar. Staðsetning getur verið sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild fyrirtækis. Staðsetningar geta jafnframt verið lagalegar eða stafrænar.
Á Íslandi er GLN númer helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalinn og er því oft notað í bókhaldskerfum.
GLN númer gekk á árum áður undir heitinu „EAN kennitala“.
GTIN er strikamerkjaauðkenni og formlegt heiti talnarununnar sem er undir strikamerkinu. GTIN-númerið er notað hvort sem er í raunheimum eða í netverslunum.
Númerið er hægt að nota með öðrum miðlunarháttum svo sem RFID og tvívíðum strikamerkjum.
GS1 er með einkaleyfi á úthlutun GTIN strikamerkjaauðkenna. Greiða þarf árgjald fyrir notkun GTIN og áskrift. Hægt er að skrá fyrirtæki í áskrift hér.
GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.
Gagnalaugin er gagnragrunnur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. Gagnalaugin tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt. Gögn þarf aðeins að slá inn á einum stað.
Búðu til strikamerki eða leitaðu að tilteknu GLN- eða GTIN-númeri og sjáðu upplýsingar fyrirtækið sem númerið tilheyrir.
Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti tökum við fyrirspurnum fagnandi.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is