Með GS1 Vörukladda getur þú haldið utan um vörurnar þínar og strikamerki þeirra. GS1 Vörukladdi tryggir nákvæma og alþjóðlega viðurkennda vöruskráningu, minnkar líkur á handavinnuvillum og sparar þér tíma.
Þar að auki eru gögn í GS1 Vörukladda samræmd alþjóðlega við Verified by GS1, sem tryggir að samstarfsaðilar og viðskiptavinir geti staðfest að um rétta vöru sé að ræða með öruggum og áreiðanlegum hætti.
GS1 Vörukladdi er ókeypis viðbótarþjónusta fyrir áskrifendur að GTIN.
GS1 Vörukladdi er verkfæri sem nýtist öllum fyrirtækjum óháð stærð. Hingað til hafa fyrirtæki haldið utan um vörurnar sínar og "Global Trade Item Number" (GTIN) þeirra á hina ýmsa mögulega vegu, jafnvel á svo einfaldan hátt sem í Excel skjali. Með GS1 Vörukladda er nú hægt að halda utan um allar vörur og þeirra auðkenni (GTIN) á miðlægum stað hjá GS1 Ísland.
GS1 Vörukladdi gefur þér möguleikan á sjá hvaða GTIN eru í notkun, hvaða vöru þau eru tengd við og hversu mörg þú átt eftir.
Eins getur þú séð hvaða vörur eru ennþá virkar. Þegar þú svo villt stofna nýja vöru mun GS1 Vörukladdi stofna það næsta lausa GTIN í röðinni í samræmi við GS1 Staðla.
Í GS1 Vörukladda getur þú fengið strikamerki fyrir vörurnar þínar, tilbúin til prentunar.
Eins er hægt að útbúa strikamerki handvirkt fyrir GTIN sem þú mögulega hefur ekki stofnað í GS1 Vörukladda.
Vörur sem þú stofnar í Vörukladdanum og þeirra upplýsingar samþættast sjálfkrafa við Verified by GS1.
Verified by GS1 er alþjóðleg þjónusta GS1 samtakanna hvar viðskiptavinir og samstarfsaðilar þínir geta staðfest að um rétta vöru sé að ræða með öruggum og áreiðanlegum hætti. Eins geta þeir þar nálgast grundvallarupplýsingar um vöruna þína.
Í myndbandinu hér að neðan sérðu hvernig hægt er að sækja nýtt GTIN úr seríu sem búið er að úthluta til þíns fyrirtækis og fylla
inn lágmarks vöruupplýsingar fyrir vöruna sem fær númerið.
GS1 Vörukladdi er ókeypis viðbótarþjónusta í boði fyrir alla viðskiptavini GS1 Ísland.
Stutta svarið er nei.
Hér kemur GS1 Vörukladdi einmitt að góðum nótum. Þegar þú skráir þig inn í kerfið þá sérðu nákvæmlega hversu mörg GTIN þú hefur notað og hversu mörg eru eftir.
Ef þú ert ekki enn með GS1 áskrift og hefur ekki keypt strikamerki áður, ekki hafa áhyggjur. Það er alltaf hægt að hafa samband við sérfræðinga GS1 sem eru tilbúnir til að leiðbeina þér vel í gegnum ferlið.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is