GS1 Ísland er íslenska deild alþjóðlegu staðlastofnunarinnar GS1.
Yfir tvær milljónir fyrirtækja og stofnana á heimsvísu nota staðla og þjónustu frá GS1 til að auka skilvirkni, öryggi og sjálfbærni í sínum rekstri. Kosturinn fyrir fyrirtæki sem nota þessa staðla og þjónustu er að þau hafa auðveldari aðgang að erlendum mörkuðum þar sem staðlarnir hjá GS1 eru alþjóðlegir.
Á Íslandi störfum við aðallega innan verslunargeirans þar sem við m.a. aukum gæði og magn vöruupplýsinga á Íslandi með stöðlum um gagnamiðlun.
GS1 eru frjáls og hlutlaus félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. GS1 Ísland er í eigu fimm mismunandi samtaka úr Íslensku atvinnu- og viðskiptalífi, sem hafa hag af notkun GS1 staðla og þjónustu. Stjórn GS1 Ísland samanstendur af kjörnum meðlimum sem eru fulltrúar þeirra atvinnugreina sem við störfum í.
Eftirfarandi samtök eiga aðild að GS1 Ísland og kjörinn meðlim í stjórn:
- Samtök iðnaðarins
- Samband íslenskra samvinnuféaga
- Félag Atvinnurekenda
- Samtök verslunar og þjónustu
- Viðskiptaráð Íslands
GS1 er með starfsemi í yfir 118 löndum um allan heim.
Í stjórn GS1 Ísland sitja fimm fulltrúar frá aðildarfélögunum
GS1 er í samstarfi við fjölda alþjóðlegra stofnana, má þar nefna ISO, Sameinuðu þjóðinar, World Customs Organistion, World Health Organiation og ISQua.
Langar þig að fræðast nánar um GS1 Ísland? Hikaðu þá ekki við að hafa samband því að við fögnum fyrirspurnum.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is