The Global Language of Business

GS1 Gagnalaug

Allar upplýsingar á einum stað

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnagrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.

Með notkun GS1 Gagnalaugar eru framleiðendur og birgjar að fækka mannlegum snertingum á vörugögnum sem leiðir af sér færri mistök í innslætti á gögnum sem berast til netverslana og þaðan til neytenda.

Kerfið er hluti af GDSN gagnalauganetinu og byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.

Svona virkar GS1 GDSN

Hér fyrir neðan sérðu hvernig vöruupplýsingum er miðlað frá birgjum til kaupenda með notkun GDSN og GS1 Global Registry.

1. Loading of company data
2. Registering of company data

3. Subscription to seller's data pool
4. Publishing of company data

5. Confirmation receipt of company data

GDSN (Global Data Syncronization Network) er net gagnalauga sem allar tengjast og geta deilt vöruupplýsingum sín á milli. Gagnalaugar í GDSN eru yfir 50 talsins og þjónusta markaði út um allan heim. Allar gagnalaugarnar í netinu byggja á stöðlum frá GS1.

GS1 Global Registry er svo tæknileg regnhlíf yfir allar gagnalaugarnar, þar eru öll fyrirtækin skráð og áskriftir milli fyrirtækja eru staðfestar.

Alþjóðleg, örugg viðskipti

Verslun og veitingaþjónusta

GS1 Gagnalaug er góð lausn fyrir þá sem þurfa að senda gögn milli landa, enda eru stórar verslunarkeðjur á borð við Bilka, Irma, Walmart, Carrefour, Amazon og Bol.com meðal notenda Gagnalaugar.

GS1 Gagnalaug er hluti af alþjóðlegu neti gagnalauga, GDSN, sem gerir notendum kleift að senda gögn meðal annars til Danmerkur, Finnlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Englands, Svíþjóðar, Hollands og Belgíu.

Sem eigandi gagna þartu aðeins að skrá og breyta vöruupplýsingum á einum stað. Á sama hátt, sem móttakandi gagna þarftu aðeins að sækja vöruupplýsingarnar á einn stað.

Netverslanir

Verslun á netinu er sífellt að aukast og gamalgrónar verslunarkeðjur alltaf að leggja meiri áherslur á netverslanir sínar. Sá vandi fylgir því að það getur verið erfitt að fá aðgang að réttum og nákvæmum vöruupplýsingum. Eins geta mannleg mistök ollið því að t.d. yfirlit ofnæmisvaka sé ekki rétt með tilheyrandi afleiðingum. Með því að sækja gögnin beint úr GS1 Gagnalaug geta netverslanir verið vissir um að þau eru rétt og beint frá ábyrgðaraðila.

Eigandi gagna hafa að sama skapi fullt vald yfir sínum vöruupplýsingum. Vilji þeir breyta þeim á einhvern hátt er nóg að gera það á einum stað.

Ef þú þarft að senda gögn til útlanda getur þú kynnt þér GDSN betur með að smella á myndina hér að neðan.

Heilbrigðisþjónusta

Framleiðendur lyfja og lækningatækja þurfa oft að afhenda vörugögn rafrænt til samstarfaðila sinna. Það þýðir að þeir þurfi að afhenda mismunandi sett af gögnum til eftirlitsaðila, yfirvalda og/eða stofnanna. Með því að setja vörugögnin í GS1 Gagnalaug geta framleiðendur komist hjá þessum vanda og deilt viðeigandi gögn með öllum sínum samstarfsaðilum á sama tíma.

Lækningatæki sem á markaðsett eru í Bandaríkjunum þurfa að hafa vörugögn í GUDID gagnangrunninum. Þarf þarf að koma fram gögn eins og t.d. UDI-DI auðkenni, fjöldi í pakka, vörulýsing og hvort varan hafi seríunúmer. Allar þessar upplýsingar er hægt að tilgreina í GS1 Gagnalaug og afhenda rafrænt til GUDID.

Lækningatæki sem markaðsett eru í Evróðu þurfa að hafa vörugögn í EUDAMED gagnagrunninum. Fyrir liggur að útfæra virkni GS1 Gagnalaug sem styður við EUDAMED.

Hvar á að byrja?

Viltu fá kynningu á GS1 Gagnalaug?

Hér fyrir neðan getur þú bókað kynningarfund á GS1 Gagnalaug.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma eða tölvupósti:

511 3011
Viltu skrá þig í GS1 Gagnalaug?

Þú getur gengið frá umsókn með því að smella hér:

Mitt GS1
arrow-right-circle

Bókaðu kynningarfund

Gjaldskrá GS1 Gagnalaug

Gjaldskrá miðast við veltu fyrirtækja án virðisaukaskatts og annarra gjalda. Verð eru birt án virðisaukaskatts.

Sláðu inn kennitölu á
Mitt GS1 til á fá nákvæman útreikning á verði fyrir þitt fyrirtæki.

Lýsing
Stofngjald
Árgjald
Smáframleiðendur og frumkvöðlar*
22.000 kr.
22.000 kr.
Ársvelta undir 15 milljónum
91.000 kr.
45.000 kr.
Ársvelta á bilinu 15 - 500 milljónir
217.000 kr.
122.000 kr.
Ársvelta á bilinu 500 - 5.000 milljónir
360.000 kr.
258.000 kr.
Ársvelta yfir 5 milljörðum
610.000 kr.
512.000 kr.


*Smáframleiðendur og frumkvöðlar fá skrifaðgang í GS1 Gagnalaug og geta sett inn allt að 10 vörur

Algengar spurningar

Hvað er GDSN?

GS1 Gagnalaug er byggð á stöðluðum gagnagrunni sem heitir GDSN. Hann er uppfærður fjórum sinnum á ári.

Á síðunni um tækniskjöl er að finna nýjustu skjölin sem ná yfir þau svið sem notuð eru fyrst og fremst hér á landi.

Hverjir hafa aðgang að mínum vörugögnum?

Helstu smásalar Íslands gera kröfu um að stofnvörugögn séu til staðar í GS1 Gagnalaug. Það sama á við um mörg af erlendum markaðstorgum á netinu eins og t.d bol.com.

Hvernig stofna ég vörur í GS1 Gagnalaug?

Við aðstoðum þig hvort sem þú ert byrjandi eða þarft aðstoð sem reyndur notandi. Nýjir viðskiptavinir fá námskeið í GS1 Gagnalaug þar sem farið er yfir helstu aðgerðir og aðstoð við að stofna fyrstu vörur. Eins býður GS1 Gagnalaug upp á mismunandi leiðir til að flytja inn gögn fyrir margar vörur í einu, eins og t.d. úr excel skjali. Sérfræðingar eru svo til aðstoðar ef þörf er á aðstoð við flóknari aðgerðir í GS1 Gagnalaug.

Er hægt að nota GS1 Gagnalaug í tengslum við aðrar þjónustur GS1 Ísland? 

Já. Í raun er það skilyrði að fyrirtæki í GS1 Gagnalaug séu með GLN. Eins þurfa allar vörur í GS1 Gagnalaug að bera GTIN sem auðkenni.

Reynslusögur - Svona nota fyrirtæki GS1 Gagnalaug

Við veitum ráðgjöf

Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti tökum við fyrirspurnum fagnandi.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is