Vefverslunin verður betri með notkun GS1 Gagnalaugar
Vefverslunin verður betri með notkun GS1 Gagnalaugar
Vefverslunin verður betri með notkun GS1 Gagnalaugar
17.8.23
  |  
Andri Sigurðsson
|
3
 min
No items found.

Áskoranir í rekstri vefverslana

Það þykja ekki fréttir í dag að verslun á netinu sé í örum vexti og það vefst ekki fyrir neinum að snjallar lausnir og netverslanir séu komnar til að vera. Stafrænar lausnir hafa margt fram yfir hefðbundinn verslunarmáta; það er jú þægilegt að geta skoðað gríðarlega mikið úrval og verslað hvar og hvenær sem hentar best. 

Að halda úti öflugri vefverslun kallar þó á ýmsar áskoranir. Ein sú stærsta er að veita mögulegum viðskiptavini fullnægjandi upplýsingar um vöruna, enda er hann ekki staddur í búðinni þar sem hann heldur á vörunni, les innihaldslýsingar og skoðar stærð. Á netinu eru skoðaðar myndir af vörunni og texti um hana fylgir með, yfirleitt við hliðina á eða undir myndinni. 

Hvernig vitum við að sá texti sé réttur og uppfærður reglulega? Viðskiptavinir í dag vilja skilvirka og góða þjónustu og þeir verða að geta treyst því sem skrifað er um tiltekna vöru. Ef hann getur ekki treyst því getur verið erfitt að vinna hann aftur á sitt band. 

Matarstræti SS

SS er stór aðili á íslenskum matvælamarkaði, ekki einungis í framleiðslu á hinum sígildu pylsum, hangikjöti, áleggi og grillkjötinu sem flestir þekkja, heldur einnig í innflutningi. SS flytur inn mörg þekkt vörumerki ásamt nauðsynjavöru fyrir rekstur matvælaframleiðanda, eins og til dæmis áburð og fóður. 

Til að halda forskoti á markaði fjárfesti fyrirtækið í þróun vefverslunar fyrir nokkrum misserum sem heitir Matarstræti en helstu viðskiptavinirnir eru verslanir, mötuneyti og veitingahús. SS ákvað að nýta sér GS1 Gagnalaug samfara uppbyggingu hágæða vefverslunar og er lausnin í lykilhlutverki í stafrænni þróun fyrirtækisins.

Matarstræti er vefverslun SS

Verður að vera vélrænt

Kjartan Þór Guðmundsson er deildarstjóri tölvudeildar SS. Deildin sér jafnframt um rekstur tölvukerfa fyrir framleiðendurna Reykjagarð og Hollt og gott. Öll þrjú þessara fyrirtækja eru í GS1 Gagnalaug með samtals um 1600 vörunúmer. 

Kjartan Þór Guðmundsson

„Til að komast hjá því að hafa úreltar vöruupplýsingar og innihaldslýsingar í vefverslun verður þetta að vera vélrænt,“ segir Kjartan. „Það er bara þannig að í svona umfangsmikilli starfsemi er ekki verið að kalla eftir upplýsingum einu sinni í viku til að uppfæra handvirkt og fylgjast með breytingasögu. Hvað þá að útvega nýjar myndir.“ Best sé að sækja upplýsingar í gagnagrunn og þar nýtist GS1 Gagnalaug vel. 

„Við ákváðum að fara í þetta á fullum krafti fyrir nokkrum árum og sjáum ekki eftir því.“ Fyrirtækið lagði í mikla vinnu innanhúss við að skrá upplýsingar, næringargildi, innihaldslýsingu og allar upplýsingar sem lágu fyrir. Þessi mikla vinna segir Kjartan hafa nýst vel og muni halda áfram að gera það. „Við fórum þá leið að fá utanaðkomandi aðila til að forrita samskiptin milli okkar kerfis og gagnalaugar en hún tekur við gögnum á xml-formi.“ 

Gæði upplýsinga mun meiri

Kjartan segir það ekki ásættanlegt að viðskiptavinur sé ekki með uppfærðar upplýsingar um vöru á Matarstræti. Það gæti jafnvel verið hættulegt, til dæmis þegar um er að ræða bráðaofnæmi. „Segjum að þú sért að skoða vöru á netinu, allt er í góðu en svo er kannski búið að bæta einhverju við. Þetta gæti verið eitthvað smávægilegt en þarna er kannski strax búið að breyta forsendunum fyrir því að viðskiptavinurinn vilji eða geti keypt vöruna.“ 

Vara til sölu á Matarstræti með uppfærðum upplýsingum um innihald og fleira

En hvernig virkar þetta? „Við færum inn upplýsingar inn í okkar upplýsingakerfi. Þetta kerfi stillir sig saman við Gagnalaugina tvisvar sinnum á sólarhring. Gagnalaugin er í sjálfu sér bara stór, öruggur gagnagrunnur sem er vistaður í skýinu. Matarstræti sækir svo gögnin í Gagnalaugina tvisvar sinnum á sólarhring. Þannig eru gögnin einungis uppfærð á einum stað og gæði upplýsinganna eru mun meiri.“  

Meiri hagkvæmni og betri þjónusta

Að sögn Kjartans er hið eina rétta að nýta sér lausnir eins og GS1 Gagnalaug út frá hagkvæmnisjónarmiðum og hagsmunum neytenda. „Við viljum að okkar kaupendur nýti þetta sem best og Gagnalaugin verður bara betra tól því fleiri sem nota hana. Það er spennandi að sjá hvað gerist á næstu árum.“

GS1 þjónustur í þessari grein
No items found.

GS1 Gagnalaug

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.

Kerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.

No items found.
No items found.

GTIN

GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.

GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.

GLN

GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.

Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.

Fleiri sögur