Í þessari dæmisögu má sjá hvernig Coca-Cola nýtir QR-kóða frá GS1 til að bæta endurnýtingu og sjálfbærni flaska. Með stuðningi tækniaðila fylgist Coca-Cola með ferli hverrar flösku með leysitækni og QR-kóðum sem innihalda GS1 Digital Link. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að vita hversu oft hver flaska hefur verið fyllt og hvort hún ætti að vera endurfyllt eða endurunnin.
QR-kóðarnir veita mikilvægar upplýsingar um hverja flösku, sem auðveldar sölu-, markaðs- og framleiðsluferla. Coca-Cola hefur fengið viðurkenningu fyrir þetta framtak með því að vinna til GS1 Brazil’s 2023 Sustainability Award.
Kynntu þér alla söguna og sjáðu hvernig Coca-Cola nýtir QR-kóða frá GS1 til að bæta sjálfbærni og fylgjast með endurvinnsluferli flaska.