Þessi grein útskýrir allt það sem þú þarft að vita um fyrirtækjaforskeyti, eða Global Company Prefix (GCP).
GS1 Global Company Prefix (GCP), sem á íslensku er kallað fyrirtækjaforskeyti, er einstök talnaruna sem GS1 úthlutar til fyrirtækja. Þetta forskeyti er nauðsynlegt til að búa til og viðhalda öllum GS1 auðkennum (e. keys), til dæmis GTIN (Global Trade Item Number) og SSCC (Serial Shipping Container Code). Með því að öðlast GCP ertu í raun að tryggja að vörur þínar, sendingar eða önnur einingar, hafi alþjóðlega viðurkenndan og rekjanlegan auðkennisgrunn. GCP er þannig fyrsta skrefið í að tryggja samræmdar og áreiðanlegar auðkenningar innan birgðakeðjunnar – hvort sem um ræðir vörumerkingar, staðlaða vöruskráningu eða rekjanleika sendinga.
GS1 fyrirtækjaforskeyti (GCP) geta verið misstór – allt frá 7 tölustöfum (GCP-7) upp í 12 tölustafi (GCP-12). Þumalputtareglan er sú að því styttra sem GCP-ið er (færri tölustafir), því fleiri auðkenni (GTIN og SSCC) er hægt að stofna.
Fyrstu tölustafirnir í GCP gefa til kynna hvaða GS1-skrifstofa gaf út GCP-ið.
GCP sem GS1 Ísland gefur út byrja alltaf á „569“, sem er sérstakt forskeyti fyrir Ísland.
Hér að neðan er einföld tafla sem sýnir dæmi um hversu mörg GTIN og SSCC má búa til eftir lengd fyrirtækjaforskeytisins:
Ástæðan er sú að hvert fyrirtækjaforskeyti þarf pláss fyrir mismunandi marga tölustafi sem gefa einstakt auðkenni fyrir vöru- og sendinganúmer. Þegar fyrirtækjaforskeytið er stutt (færri tölustafir), er meira pláss fyrir raunveruleg vörunúmer og raðnúmer, en þegar forskeytið er lengra (fleiri tölustafir) er það pláss minna.
Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.