Vartala (e. check digit) er síðasti tölustafurinn í helstu GS1-auðkennum, eins og GTIN og SSCC. Hún er reiknuð samkvæmt fastri reiknireglu og gegnir því hlutverki að tryggja að auðkennin séu rétt slegin inn eða skönnuð. Með öðrum orðum hjálpar vartalan til við að greina innsláttar- eða skönnunarmistök og auka þar með áreiðanleika upplýsinga um vörur eða sendingar.
Ef vartalan er röng eða vantar, þá fæst villa um að auðkennið sé ekki gilt og þar með er hægt að leiðrétta villuna áður en skannar, afgreiðslukassar eða önnur kerfi vinna frekar úr upplýsingunum.
Flest kerfi sem vinna með GS1 auðkenni sjá um að reikna út vartölu fyrir þig. Það sama á við um þjónustur sem GS1 Ísland býður upp á eins og Mitt GS1, GS1 Gagnalaug og GS1 Vörukladdi.
Hafir þú hinsvegar þörf að reikna út vartölu sjálfur þá getur þú notast við vartölureikni GS1 á heimasíðunni hérna.
Sértu lausnaraðili eða hefur bara brennandi áhuga á reikningsaðferð vartölu, þá getur þú fræðst um motulus-10 reikniaðferðina hérna.
Vissir þú? Ef þú sérð lista af t.d. GTIN sem eru í röð, þá getur vartalan platað þig í að halda að þær séu það ekki. Ef þú horfir framhjá vartölunni, þá sérðu röðina:
5691111000000
5691111000017
5691111000024
5691111000031
Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.