The Global Language of Business
Hvaða vöruupplýsingar þarf að fylla út fyrir matvörur í GS1 Gagnalaug

Í GS1 Gagnalaug eru ákveðnar reglur um hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar þegar vara er birt í kerfinu.

Þessar reglur eru fyrst og fremst settar til þess að vöruupplýsingarnar standist íslenskar reglugerðir og séu fullnægjandi fyrir neytanda sem verslar vörurnar í gegnum netverslun eða aflar sér upplýsingar um vörurnar á netinu.

Kerfið er að mestu notað á ensku, því verða upplýsingar hér að neðan einnig tilgreindar á ensku til að koma einfalda lesturinn samhliða notkun GS1 Gagnalaugar.

Almennar reglur fyrir matvörur

Hér að neðan er listi af þeim upplýsingum sem þurfa að fylgja öllum*  matvörum og öðrum vörum sem seldar eru í smávöruverslunum í GS1 Gagnalaugum

*Með fyrirvara um jaðartilvik eða undantekningar

GTIN

Númerið á bakvið strikamerki vörunnar, notað sem "kennitala" vörunnar í kerfinu.

Vöruflokkur (GPC kóði)

Fyrir allar vörur þarf að velja vöruflokk úr vöruflokks staðlinum Global Product Classification sem er viðhaldið af GS1 Global. Hægt er að kynna sér staðalinn fyrir GPC hér.

Sem dæmi fengi ostur GPC vöruflokks kóðann 10000028

Vörumynd

Hægt er að setja inn fleiri en eina mynd af vöru í GS1 Gagnalaug. En aðal myndin (e. Product Image) þarf að fylgja stöðlum til að hægt sé að birta hana í GS1 Gagnalaug.

Myndin þarf að vera á bilinu 900x900 - 2400x2400 pixlar að stærð.

Svo þarf að fylgja ákveðnum reglum varðandi nafn myndarinnar, það er gert til að einfalda fyrirtækjum sem sækja gögn úr kerfinu að flokka myndirnar.

Hægt er að lesa nánar um nöfn mynda (kafli 3.1.5) og staðalinn fyrir myndir í GS1 Gagnalaug hér.

Dæmi um nafngift mynda

Ofnæmisvaldar

Fyrir allar matvörur þarf að tilgreina hvort einhver þeirra 14 ofnæmisvöldum sem íslenskar reglugerðir kveða á um séu í vörunni.

Það er gert með því að velja einn af eftirfarandi kóðum fyrir hvern ofnæmisvald:

  • Contains
  • Free Form
  • May contain

Ofnæmisvaldarnir 14 sem um ræðir eru svo eftirfarandi:

  1. Kornvörur sem innihalda glúten (e. Cereals and its derivatives)
  2. Krabbadýr og afurðir úr þeim (e. Crustaceans and its derivatives)
  3. Egg og afurðir úr þeim (e. Eggs and its derivatives)
  4. Fiskur og fiskafurðir (e. Fish and its derivatives)
  5. Jarðhnetur og afurðir úr þeim (e. Peanuts and its derivatives)
  6. Sojabaunir og afurðir úr þeim (e. Soybean and its derivatives)
  7. Mjólk og mjólkurafurðir (e. Milk and its derivatives)
  8. Hnetur (e. Tree nuts (Nuts) and its derivatives)
  9. Sellerí og afurðir úr því (e. Celery and its derivatives)
  10. Sinnep og afurðir úr því (e. Mustard and its derivatives)
  11. Sesamfræ og afurðir úr þeim (e. Sesame seeds and its derivatives)
  12. Bennisteinsdíoxíð og súlfít (e. Sulfur Dioxide and Sulfites)
  13. Úlfabaunir og afurðir úr þeim (e. Lupine and its derivatives)
  14. Lindýr og afurðir úr þeim (e. Mollucs and its derivatives)

Geymsluupplýsingar (e. Consumer Storage Instructions)

‍Þessar upplýsingar þarf aðeins að fylla út ef þær er að finna á umbúðum vörunnar sjálfar. Þá skal skrifa þær eins og þær eru ritaðar á umbúðirnar.

Notkunarupplýsingar (e. Consumer Usage Instructions)

Það sama gildir um notkunarupplýsingar og geymsluupplýsingarnar, þarf aðeins að fylla út ef þær eru birtar á umbúðum vörunnar.

Innihaldslýsing (e. Ingredient Statement)

Innihaldslýsingu skal skrifa í GS1 Gagnalaug með sama hætti og hún er rituð á umbúðir vörunnar. Ofnæmisvaldar skulu vera skrifaðir með hástöfum (skilar sér í feitletrun úr kerfinu).

Íslenskar reglugerðir segja að tungumál innihaldslýsingar skuli vera á einu af eftirfarandi tungumálum:

  • íslensku
  • ensku
  • dönsku
  • norsku
  • sænsku

Allar skriflegar upplýsingar í GS1 Gagnalaug er hægt að skila á fleiri en einu tungumáli, og mælum við alltaf með því að þær séu veittar á íslensku sé möguleiki á því til að mæta þörfum neytenda og bæta þeirra upplifun.

Næringatafla

Næringatafla þarf að vera eins uppsett í GS1 Gagnalaug og á umbúðum vörunnar. Kerfið hjálpar til við uppsetninguna og þegar vara er stofnuð eru þessi helstu næringagildi þegar komin inn í töfluna og þarf því aðeins að setja inn gildi fyrir hvert og eitt.

Einnig er hægt að bæta við næringagildum í töfluna með einföldu móti sé þörf á því.

Til viðbótar við næringatöflu þarf svo að segja til um hvaða form vörunnar taflan á við. T.d. hvort þurfi að matreiða vöruna svo næringataflan eigi við o.þ.h.

Nánar um það í leiðbeiningum um reitinn Nutritional preperation code.

Lýsing á vöru

Vörumerki

Vörumerki skal skrifað án undirvörumerkis sem á við um vöruna.

Nafn vöru (e. Functional Name)

Hér skal skrifa nafn vörunnar án þess að skrifa vörumerkið sjálft eða stærð/þyngd vörunnar.

Dæmi: Lagerbjór, gosdrykkur með appelsínubragði o.s.frv.

Líftími vöru

‍Það þarf að skrá heildar líftíma vöru (í dögum) frá framleiðsludegi

Stærð og þyngd vöru

Eftirfarandi stærðir þarf að fylla út fyrir vöruna í umbúðum:

  • Breidd vöru
  • Hæð vöru
  • Dýpt/Lengd vöru

Svo þarf að fylla út brúttó þyngd vöru, einnig er gott að setja inn nettó vigt vörunnar.

Læs vejledning her

arrow-right-circle
Download PDF

Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.

Þarftu aðstoð?
511 3011
info@gs1.is

Hvaða vöruupplýsingar þarf að fylla út fyrir matvörur í GS1 Gagnalaug

Innihald

Nýjustu leiðbeiningar

|
4
 min
Hvaða vöruupplýsingar þarf að fylla út fyrir matvörur í GS1 Gagnalaug
Listi af grunnupplýsingum sem þurfa að fylgja matvörum sem birtar eru í GS1 Gagnalaug fyrir íslenska markaðinn
This is some text inside of a div block.
|
5
 min
Hvað er vartala
Vartala, eða check digit sannreynir að þitt GTIN er rétt
This is some text inside of a div block.
|
5
 min
Hvað er fyrirtækjaforskeyti (GCP)
Hér getur lært allt sem þú þarft að vita um GS1 fyrirtækjaforskeyti. Global Company Prefix
This is some text inside of a div block.