The Global Language of Business
Hvernig býrðu til strikamerki sem skannast í hvert skipti?

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að gera strikamerkin sem einföldust í skönnun.

Inngangur

Þessi handbók fjallar um gæði strikamerkja og staðsetningu þeirra á vörunni. Við hjálpum þér að skilja hvaða breytur skipta máli svo strikamekið sé einfalt í skönnun á afgreiðslukössum verslana.

Handbókin er fyrir strikamerkjategundirnar EAN-13, sem er mest notaða strikamerkjategundin, og EAN-8, sem er notuð fyrir smávörur.

Nánari upplýsingar strikamerki og notkun þeirra er að finna í GS1 General Specification.

Grunnurinn

Til þess að strikamerki sé sem auðveldast í skönnun á afgreiðslukössum eru 3 breytur sem mikilvægt er að hafa réttar:

  • Stærð strikamerkisins
  • Staðsetning strikamerkisins
  • Gæði strikamerkisins s.s. prentun og litir

 

Stærð strikamerkisins

Hvaða stærð á strikamerki er leyfileg? GS1 staðallinn tilgreinir stærð strikamerkja til að skönnun á afgreiðslukössum gangi sem best fyrir sig. Stærð strikamerkja miðast alltaf við það sem við köllum venjulega stærð, sem táknuð er með stærðarstuðlinum 1,0 (100%)

Minnsta leyfilega stærð á strikamerki er 0,8 (80%) og sú mesta er 2,0 (200%). Taflan hér að neðan sýnir mögulegar stærðir stikamerkja.

Ljósbilið er auða svæðið báðu megin við strikamerkið. Það er mikilvægt að það sé til staðar svo skanninn lesi strikamerkið.

Athugið að ljósbilin eru meðtalin í breidd strikamerkis á meðan hæðin er hæð strikanna fyrir ofan tölustafina.

Godkendt_Ikke_godkendt_EAN-13

Staðsetning strikamerkis

Svo það sé auðvelt að lesa strikamerkið er mikilvægt að fylgja reglunum hér að neðan.

Ferningsreglan

Mælt er með eftirfarandi staðsetningum (í forgangsröð):

  • Í neðri fjórðung hægra megin, aftan á vörunni
  • Í öðrum af neðri fjórðungunum á einhverri annari hlið

 

Hornareglan

Strikamerki má ekki vera nær en 8mm eða lengra en 100mm frá hvaða brún pakkans sem er. Ef það er of nálægt brúninni skemmist það auðveldlega og því ekki hægt að skanna það. Ef það er of langt í burtu frá brúninni finnur skanninn ekki strikamerkið og því ekki hægt að skanna það með öðru en handskanna.

                                                                                                                                                               Staðsetning strikamerkisins gerir það að verkum að skanninn sér ekki allt strikamerkið

 

Lárétt/lóðrétt

Tegund prentunar og sveigja vörunnar ákvarða hvort strikamerkið eigi að vera lárétt (tölur láréttar) eða lóðrétt. Ef prentun og sveigja á vörunni leyfa mælum við með því að strikamerkið sé sett lárétt. Hinsvegar á kringlóttum eða mjög litlum vörum með minna en 5 cm þvermál, verður strikamerkið að vera lóðrétt svo allt strikamerkið sé læsilegt á skannanum.

Lóðrétt: Á vöru með undir 5 cm þvermál

Stakitplacering
Lárétt: Á vöru með meira en 5 cm þvermál

Aðrar leiðbeiningar um strikamerki 

Allt sem getur hulið eða skemmt strikamerkið, mun draga úr læsileika þess og ætti því að forðast. Dæmi um slíkt er:

  • Ekki setja strikamerkið á svæði sem er ekki nógu stórt til að bera strikamerkið
  • Ekki setja texta eða grafík of nálægt strikamerkinu
  • Ekki setja strikamerki (þar með talið ljósbilið) á göt, samskeyti, flipa, skarpar sveigjur eða ójafnt yfirborð.

Forkert_placering_af_stregkode

Vara skal bera að minnsta kosti eitt strikamerki með GTIN vörunúmerinu. Ef varan er stór (meira en 450 mm að hæð, breidd eða lengd) eða þung (yfir 13 kg) mælum við með að setja tvö eða fleiri strikamerki á mismunandi stöðum á vöruna.

Prentun

Strikamerki skal prenta í háum gæðum svo skannar eigi auðvelt með að lesa það á sölukössum.

Það er mikilvægt að strikamerkið sé prentað á yfirborð sem heldur áprentun svo að blekið renni ekki af eða smyrst til. Strikin þurfa að vera greinileg og á ljósum bakrunni.

Stregkode_printkvalitet

 

Litir

Strikamerki skal alltaf vera með strik í dökkum lit á einlitum, ljósum bakgrunni

Skannar á búðakössum eru háðir því að strikamerki séu í réttum "contrast". Svört strik á hvítum bakgrunni er sú litasamsetning sem skannar eiga auðveldast með að lesa en aðrar litasamsetningar geta gengið upp.

Á myndinni hér að neðan sérðu dæmi um litasamsetningar sem ekki eru lesanleg sem og dæmi um réttar litasamsetningar.

Ertu ennþá í vafa um hvernig á að búa til strikamerki? Vertu í sambandi við okkur og við aðstoðum þig nánar.

Læs vejledning her

arrow-right-circle
Download PDF

Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.

Þarftu aðstoð?
511 3011
info@gs1.is

Hvernig býrðu til strikamerki sem skannast í hvert skipti?

Innihald

Nýjustu leiðbeiningar

|
5
 min
GS1 Vörukladdi - fyrstu skref
Sjáðu hér hvernig þú skráir vörurnar þínar í GS1 Vörukladda
This is some text inside of a div block.
|
6
 min
Leiðbeiningar fyrir staðsetningu EAN strikamerkja
Hver er besta staðsetningin fyrir strikamerkið á vörunni þinni?
This is some text inside of a div block.