The Global Language of Business

Tvívíð strikamerki: Ný vídd í strikamerkjum

Dagvöruverslunin gengur nú í gegnum umbreytingu frá hinum klassísku, línulegu strikamerkjum yfir í GS1 QR-kóða og GS1 DataMatrix – þ.e. tvívíð (2D) strikamerki, sem einnig eru kölluð snjöll strikamerki.

Hin nýja vídd mun stórauka miðlun upplýsinga og bíður upp á alveg nýja kosti fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið.

Um tvívíð strikamerki

2D kóðar eru tvívíð tákn á umbúðum í formi QR-kóða, GS1 QR og GS1 Data Matrix. Kóðarnir innihalda mikið magn upplýsinga um vörur sem eru skannaðar í verslunum.

Tvívíðir kóðar gera kleift að skanna bæði hefðbundið við kassann og með farsíma neytandans. Sem upplýsingaberar bjóða kóðarnir upp á skilvirka samskipti í gegnum allt flæði vörunnar og beint til endanotandans – og mikið, mikið meira.

Með einfaldri skönnun með farsíma getur neytandinn fengið ítarlegar upplýsingar um vöruna. Sameinað með GS1 Digital Link getur þú einnig boðið upp á fjölda stafræna möguleika sem geta hjálpað farsímanotendum að tengjast vörumerkinu þínu.

Tvívíð strikamerki eru þó ekki ný á Íslandi. Þegar árið 2019 tók heilbrigðisgeirinn GS1 Datamatrix í notkun til að koma í veg fyrir fölsuð lyf í aðfangakeðjunni.

Hvers vegna tvívíð strikamerki?

Neytendur gera sífeillt meiri kröfu um upplýsingar um vörur en nokkru sinni fyrr. Stjórnvöld, Sameinuðu Þjóðirnar, ESB, samtök og iðnaður leggja áherslu á sjálfbæra þróun, aukinn rekjanleika og sýnileika í aðfangakeðjunni. Afleiðing af þessu er að nýjar kröfur eru gerðar um magn og gæði vörugagna.

Hið gamla góða línulega strikamerki inniheldur aðeins GS1-vörunúmer vörunnar (GTIN), en það dugir ekki lengur til að mæta kröfum og óskum framtíðarinnar. Með tvívíðum strikamerkjum geta fyrirtæki mætt þessum nýju þörfum með því að bæta fleiri gögnum við strikamerkið á umbúðum, þar sem það hefur mun meiri upplýsingagetu. Smásalar og aðrir aðilar í aðfangakeðjunni geta lesið upplýsingarnar með því að aðlaga kerfi sín.

Markmiðið er að tvívíð strikamerki verði innleidd á heimsvísu og lesanleg í öllum kerfum verslana í síðasta lagi árið 2027.

Tvívíð strikamerki gefa aukin samskipti við neytendur.

Með tvívíðu strikamerki á vöru fá framleiðendur tækifæri til að segja neytendum nákvæmlega það sem þeir vilja vita um vöruna. Með nokkrum smellum á símanum er hægt að skanna strikamerkið og neytandanum er þá beint inn á síðu þar sem hann getur lesið meira um vöruna sem hann hefur í höndunum. Þannig hafa framleiðendur möguleika á að segja nákvæmlega þá sögu um vöruna sem þeir vilja.

Neytendur geta fengið upplýsingar um loftslagsáhrif, dýravelferð, skoðað kynningar og umsagnir eða fengið viðeigandi og gagnlegar upplýsingar um ofnæmisvalda. Þetta gefur framleiðendum meiri möguleika til að kynna sjálfa sig og vörur sínar í gegnum tvívítt strikamerki. Það getur aukið áhuga neytenda á vörunni og leitt til betri gagna um vöruna þína.

Þrír kostir tvívíðra strikamerkja

Milliliðalaus upplýsingagjöf

2D strikamerki gefa neytendum beinan aðgang að markvissum upplýsingum um vörumerkið þitt og vöru. Með því að sameina þetta við GS1 Digital Link getur þú boðið neytendum fjölda möguleika til að fræðast betur um vöruna þína.

Samskipti eftir kaup

Neytendur fá tækifæri til að nálgast vöruupplýsingar og fræðast betur um vöruna löngu eftir að hún hefur verið keypt og greidd í matvöruversluninni.

Nákvæmari gögn og greining

Samskipti og endurgjöf varðandi vöru veita þér aukna og verðmæta innsýn í það hvað neytendur hugsa um vöruna þína. Þetta leiðir til betri gagna og gefur þér betri möguleika á að þróa og greina vöruna þína í framtíðinni.

Reynsla erlendis frá á tvívíðum strikamerkjum


Meny í Noregi: 18% minnkun matarsóunar

Árið 2019 hóf Meny í Noregi tilraunaverkefni með tvívíðu strikamerki á 14 kjötvörum af eigin vörumerki.

Verkefnið leiddi til þess að matarsóun minnkaði um 18%, þar sem betra yfirlit yfir vörur í verslunum gerði starfsfólki kleift að átta sig betur á því hvaða vörur seldust hraðast og hvenær þörf var á að panta nýjar vörur, til að koma í veg fyrir offramboð og útrunnar vörur.

Þessi jákvæða reynsla hefur orðið til þess að tvívíð strikamerki hafa nú verið tekin í notkun á fleiri vöruflokka, þar á meðal ávexti, grænmeti, mjólkurvörur, ost og kjöt. Meny vinnur einnig að því að vörur sem eru nálægt síðasta söludegi lækki sjálfkrafa í verði við kassann og þurfi starfsmenn því ekki að framkvæma þessa aðgerð handvirkt.

Meny stefnir að því að tvívíð strikamerki verði einnig notuð á vörur annarra framleiðeinda, ekki bara vörumerki Meny.


Woolworths: 44% minnkun matarsóunar og 21% aukning í afköstum

Ástralska verslunarkeðjan Woolworths hafa innleitt tvívíð strikamerki í nokkrum skrefum. Árið 2017 byrjaði Woolworths með tvívíð strikamerki á ferskum ávöxtum og grænmeti sem eru vigtuð eða skönnuð á afgreiðslukassa. Árið eftir fylgdu þeir því eftir með 2D strikamerkjum á kjöti og fuglakjöti, aðalega undir eigin vörumerki (private label). Eftir þessi tilraunaverkefni innleiddi Woolworths árið 2020 2D strikamerki á um 310 mismunandi kjöt- og fuglakjötsvörur eða um helming vöruúrvals þeirra. Samhliða þessu hafa þeir fjárfest í betri upplýsingakerfum til að geta betur unnið úr gögnum frá strikamerkjunum.

Með næstu markmiðum Woolworths í þessu umbótaverkefni er að innleiða 2D strikamerki á mjólkurvörur og tilbúna rétti.

Reynsla Woolworths hefur sýnt þeim að 2D strikamerki geta leitt af sér allt að 44% minnkun þess að vörum sé fargað vegna útrunnins gildistíma. Auk þess benda niðurstöðurnar til að það sé mikill munur á milli verslana, og að tölur um minnkunarhlutfallið fari eftir því hversu vel verslanirnar vinna með strikamerki og gögn. Niðurstöðurnar benda einnig til að verslanir geti aukið skilvirkni um allt að 21% með notkun 2D-strikamerkja.

Það er þó enn stórt verkefni að fá birgjana með í verkefnið, þar sem þeir töldu meðal annars að þeir hefðu ekki nauðsynlega tækni. Samtöl, aukin þekking og leiðbeiningar um prentun 2D strikamerkja hafa þó hjálpað til við að breyta þessari sýn.

Kostir tvívíðra strikamerkja

Bætt birgðastýring

Betri stýring vöruhúsa, minni stjórnsýsla, aukin aðgengi, styrkt „fyrst inn-fyrst út“ ferli og minni matarsóun.


Aukinn rekjanleiki

Stjórnaðu áreiðanleika vara, upplýsingar um innihaldsefni og uppruna, bættu traust neytenda og gagnsæi í vöruflæðinu.

Meira öryggi

Hafðu umsjón með vörumerkinu þínu, komdu í veg fyrir sölu á útrunnum eða innkölluðum vörum og komdu í veg fyrir vörufalsanir.

Aukin sjálfbærni

Fáðu upplýsingar um endurvinnslu, stuðlaðu að hringrásarhagkerfi og minnkaðu matarsóun með sjálfvirkri verðlækkun á vörum nálægt síðasta söludegi.

Tengsl við neytendur

Gefðu auðveldan aðgang að vörupplýsingum, kynningum, uppskriftum og bættu tengsl neytenda við vörumerkið.

Betrumbættar umbúðir

Betri nýting á umbúðum til markaðssetningar, undirbúningur fyrir komandi löggjöf og bætt upplifun neytenda.

Losaðu um pláss á vörunum þínum.

Það er ekki óalgengt að það séu fleiri en ein tegund af strikamerkjum á einni vöru í dag.

Það getur verið EAN-13 strikamerki, sem notað er til að auðkenna sjálfa vöruna í t.d. afgreiðslukerfinu. Einnig getur verið 2D strikamerki eða QR-strikamerki sem gefur neytendum eða smásölum frekari upplýsingar um vöruna.

Með fjölmörgum mismunandi merkingarskilmálum, sem margir vilja einnig sýna á vörunni sinni, getur verið skortur á plássi fyrir innihaldslýsingar eða annað.

Þess vegna getur verið góð ástæða til að nota 2D strikamerki á vöruna þína. Með 2D strikamerki geturðu sparað mikið pláss þar sem þú getur sameinað mikið magn af gögnum í eina strikamerki.

2D-strikamerki getur nefnilega innihaldið mun meira magn af gögnum.

Til dæmis:

  • GTIN: 09521101530001
  • URL: bestavaran.is/01/09521101530001/10/ABC123?17=270104
  • Lotunúmer: ABC123
  • Fyrningardagsetning: 04.01.2024

Með þessu móti getur afgreiðslukerfið skannað vörurnar þínar, á meðan viðskiptavinir með snjallsíma geta einnig tengst vörumerkinu þínu með því að skanna strikamerkið. GS1 Digital Link getur svo fært neytandann yfir á það vefsvæði sem þú hefur undirbúið fyrir þá.

* Getur líka verið GS1 Datamatrix

Algengar spurningar

Hverjir eru kostir þess að skipta EAN strikamerkinu út fyrir tvívíðu strikamerki?

EAN strikamerkið er ákveðnum takmörkum háð sem gerir það ekki fært um að uppfylla mikilvægar viðskiptalegar þarfir.

Þessar takmarkanir hafa ýtt mörgum fyrirtækum út í að innleiða tvívið strikamerki til að ná fram betri lausnum fyrir rekjanleika, sýnileika í aðfangakeðjunni, aukin samskipti við neytendur, hraðari innköllun, minni sóun og margt fleira.

Hvaða þýðingu hefur ártalið 2027 fyrir tvívíð strikamerki?

Verslunariðnaðurinn í samstarfi við GS1 hefur sett sér það markmið, að tvívíð strikamerki verði í notkun á heimsvísu (í bland við núverandi strikamerki) í smávöruverslunum áður en árið 2027 er liðið hjá. Gert er ráð fyrir hinir hinir ýmsu leikendur muni hreyfa sig í átt að því markmiði á mismunandi hraða.

Alþjóðastofnun GS1 vinnur að því að samrýma aðgerðir í átt að því markmiði í samstarfi við hin ýmsu alþjóðlegu lausnaraðila, stofnanir og samtök.

Munu hin hefðbundnu strikamerki koma til með að hverfa?

Nei, gömlu góðu EAN strikamerkin munu ekki hverfa. Þau munu vera notuð samhliða tvívíðum strikamerkjum eins lengi og þeirra er þörf. Það er lágmarkskrafa að strikamerki innihaldi GTIN (Global Trade Item Number) til að hægt sé að skanna vöruna við afgreiðslukassa, sem er einmitt það sem EAN strikamerkið inniheldur.

Það er hinsvegar metnaður GS1 að eftir árið 2027 verði tvívítt strikamerki nóg á smávöru og að EAN strikamerki verði valkvætt. Sjá skýringarmynd hér að neðan.

Hvad er GS1 Digital Link?

GS1 Digital Link er staðall sem eykur sveigjanleika GS1-auðkenna með því að skilgreina hvernig mismunandi GS1-staðlar eru kóðaðir inn í vefslóðir og tengja auðkennin við internetið. Þetta þýðir að GS1-auðkenni eins og t.d. GTIN (Global Trade Item Number), veita nú aðgang að upplýsingum sem eru miðuð að neytendum sem bætir upplýsingar um rekjanleika í aðfangakeðjunni, getur tengst API viðskiptavina og samstarfsaðila, upplýsingar um öryggi sjúklinga og margt margt fleira. Möguleikarnir eru í raun endalausir.

Þar sem venjuleg URL vísar venjulega á eina tiltekna vefsíðu, getur URI-syntax GS1 Digital Link tengst öllum gerðum upplýsinga fyrir B2B og B2C. Ef þú merkir vöruna þína með QR-kóða með GS1 Digital Link, gefur tvívíða strikamerkið URL sem allir geta skannað, á sama tíma og það ber GS1 auðkenni – sama auðkenni og notað er í allri greininni. Þú getur fundið frekari upplýsingar á heimasíðu okkar um GS1 Digital Link.

Hvers vegna ætti ég að skifta út EAN strikamerki fyrir tvívítt strikamerki?

EAN strikamerkið er ákveðnum takmörkunum háð sem gerir því ekki fært um að leysa mikilvægar þarfir viðskiptalífsíns. Þessar takmarkanir hafa leitt til þess að ýmis fyrirtæki hafa innleitt 2D strikamerki til að veita betri upplýsingar um sjálfbærni, auka gagnsæi í aðfangakeðjunni, takmarka sóun ,betrumbæta samskipti við neytendur og margt fleira.

Einvíða EAN strikamerkið sem við öll þekkjum getur einungis innihaldið GTIN á meðan 2D strikamerki getur borið hafsjó aukalegra upplýsinga. Af örfáum dæmum má nefna fyrningardagsetningu, lotu og seríunúmer. Þessar aukalegu upplýsingar er svo hægt að lesa og meðhöndla sjálfvirkt og þar með stórauka hagkvæmni og minnka sóun.

Ákveðnar útgáfur af tvívíðum strikamerkjum svosem QR-kóði notaður í bland við GS1 Digital Link getur svo innihaldið ennnú fleiri upplýsingar og tengir vörunna við internetið. Þar með getur framleiðandi haft áhrif á vöruupplýsingar eftir að hún hefur markaðsett og jafnvel seld.

Í ofanálag við að 2D strikamerki geti borið fleiri gögn, tekur að yfirleitt minna pláss en hefðbundið EAN strikamerki og hafa innbyggða villuleiðréttingu. 2D strikamerki eru því mun óviðkvæmari fyrir hnjaski.

Þarf ég að hafa tvö strikamerki á vörunni minni? Ef svo er, hversu lengi?

Yfir ákveðið aðlögunartímabil, þarftu enn að nota EAN strikamerki á umbúðum þínum. Ástæðan er sú að ekki öll kerfi geta unnið með tvívíð strikamerki, að svo stöddu. Þetta stafar einnig af því að tvívíð strikamerki geta ekki verið skönnuð með línulegum skönnurum, sem eru notaðir fyrir hefðbundin strikamerki, heldur þurfa þau optíska skönnunartækni. Sem betur fer verða optískir skannar sífellt algengari. Þau kerfi sem þegar eru með optíska skannara þurfa hugsanlega enn að framkvæma uppfærslur til að geta unnið með gögnin sem tvívíðu strikamerkin innihalda.

Þar til þessar uppfærslur hafa verið framkvæmdar hjá öllum smásöluaðilum, verður í aðlögunartímabilinu þörf á tvöfaldri merkingu, með bæði tvívíðu strikamerki og núverandi EAN-kóða. Þetta tryggir að tilraunaverkefni geti verið framkvæmd af smásöluaðilum sem hafa uppfært vélbúnað og hugbúnað sinn, á meðan núverandi virkni heldur áfram að virka fyrir þá sem ekki hafa gert það enn.

Hvaða áhrif munu mismunandi strikamerki á umbúðum hafa áhrif á skönnun við afgreiðslukassan?

Fyrstu niðurstöður úr tilraunaverkefnum og innleiðingum á tvívíðum strikamerkjum í smásölu sýna að skönnun tvívíðra strikamerkja er jafn auðveld, skilvirk og hröð og skönnun EAN strikamerkja.

Alþjóðlegu GS1 samtökin hafa unnið að víðtækum prófunum til að safna innsýn í frammistöðu tvívíðra strikamerkja. Þessar gefa svör við mikilvægustu spurningum á heimsvísu, svo sem:

• Hvaða áhrif hafa kóðuð gögn (magn, tegund, lota o.s.frv) á hraða og nákvæmni skönnunar?

• Hversu hratt og vel geta skannar fundið gögn af umbúðum sem innihalda mörg strikamerki (EAN og tvívíð)?

• Hvernig ættu strikamerki að vera staðsett í tengslum við hvert annað til að tryggja sem bestu skönnun?

• Hvernig hefur fjöldi strikamerkjategunda (EAN, QR, DataMatrix) áhrif á afköst skönnunar?

Hversu mikið pláss á umbúðum tekur tvívítt strikamerki?

Það eru margir mismunandi þættir sem hafa áhrif á stærð tvívíðra strikamerkja svosem magn kóðaðra gagna og úr hvaða efni umbúðirnar eru.

Þumalputtareglan er þó að tvívítt strikamerki er yfirleitt minna heldur en EAN merki með sömu upplýsingum.

Í kafla 5.12.3.1 i GS1 General Specifications eru tilgreindar lágmarks- og hámarksstærðir fyrir tvívíð strikamerki á vörum.

Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar í huga við hönnun og staðsetningu tvívíðra strikamerkja á vörum til að tryggja að þau séu rétt lesanleg og í samræmi við GS1 staðla.

Viltu fræðast betur?

Þessa dagana stendur yfir alþjóðleg umbreyting þar sem fyrirtæki og smásalar vinna saman að því að merkja umbúðir með einu strikamerki – því tvívíða. Frumkvæðið um að fara frá „róndóttu yfir í ferkantað“ kemur frá leiðandi, alþjóðlegum aðilum í greininni og nær yfir allar vöruflokka innan smásölu og dagvöruverslunar, þar á meðal vörur með breytilegri þyngd.

Þessi umbreyting er stórt skref í átt að aukinni skilvirkni, betri rekjanleika og auðveldara aðgengi að vörugögnum. Með því að nota tvívíð strikamerki er hægt að kóða miklu meira magn upplýsinga á minna plássi, sem gerir það að verkum að smásalar og framleiðendur geta sameinað allar nauðsynlegar upplýsingar í einu strikamerki. Þetta hefur einnig jákvæð áhrif á upplifun neytenda, þar sem þeir fá aðgang að frekari upplýsingum um vörur með einfaldri skönnun.

Þessi þróun er studd af ýmsum leiðandi aðilum í iðnaðinum og er ætlað að auka skilvirkni og samræmi í merkingum á heimsvísu. Ef þú vilt vita meira um hið alþjóðlega átak í innleiðingu tvívíðra strikamerkja, mælum við með eftirfarandi lestrarefni.

Námskeið í tvívíðum strikamerkjum

Við hjá GS1 Ísland höfum áform um að bjóða uppá námskeið í tvívíðum strikamerkjum fyrir áhugasama.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan, og við munum hafa samband við þig þegar næsta námskeið verður haldið.

Við veitum ráðgjöf

Langar þig að fræðast nánar um tvívíð strikamerki? Hikaðu þá ekki við að hafa samband því að við fögnum fyrirspurnum.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is