The Global Language of Business

GS1 Digital Link

GS1 Digital Link er staðall sem tengir vöruna þína við internetið í gegnum strikamerki sem hægt er að skanna beint með snjallsíma. Með Digital Link er GS1 auðkenningar- og merkingarstöðlum lyft á æðra stig með tengingum við hinar ýmsu upplýsingar, svo sem:

  • Vöruupplýsingar
  • Notendaleiðbeningar
  • Söluherferðir
  • Ljósmyndir
  • Ábyrgðarupplýsingar
  • Upplýsingar varðandi rekjanleika

Helstu kostir GS1 Digital Link


Ávinningur neytenda

Staðallinn bætir og auðgar upplifun neytenda við vörukaup. Hann stuðlar að aukinni tryggð við vörumerkið og eykur sveigjanleika í upplýsingagjöf. Sömuleiðis lyftir GS1 Digital Link farsímaskönnun í smásölu upp á nýtt stig.


Ávinningur birgja og verslana

Í dag eru mismunandi strikamerki notuð til að skanna við kassa, í vöruhúsum og til að veita upplýsingar til neytenda og samstarfsaðila, sem þýðir að stundum þarf að nota fleiri en eitt strikamerki á vöru. Með GS1 Digital Link geta allir aðilar í aðfangakeðjunni skannað eitt og sama strikamerkið.

GS1 Digital Link í framkvæmd

Bera vörurnar þínar nú þegar GS1 strikamerki? Ef svo er, þá ertu tilbúinn til að innleiða GS1 Digital Link. Þessi tækni er hægt að nota með öllum GS1 merkingarstöðlum sem geyma gögnin þín og opnar hún dyr að alveg nýjum möguleikum fyrir til dæmis:

  • Upplýsingar til neytenda
  • Gögn varðandi rekjanleika
  • API tengingu samstarfsaðila
  • Upplýsingar varðandi sjálfbærni

Upplýsingarnar í merkinu geta í upphafi verið slegnar inn af eiganda vörumerkis og síðan geta söluaðilar bætt við, til dæmis, afslætti, tilboð og uppskriftir.

Viltu fræðast betur um
GS1 Digital Link?

GS1 Digital Link á GS1.orgSækja GS1 Digita Link leiðbeiningar

Við veitum ráðgjöf

Hefur þú frekari spurningar varðandi GS1 Digital Link? Hikaðu þá ekki við að hafa samband því að við tökum fyrirspurnum fagnandi.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is