GS1 Digital Link er staðall sem tengir vöruna þína við internetið í gegnum strikamerki sem hægt er að skanna beint með snjallsíma. Með Digital Link er GS1 auðkenningar- og merkingarstöðlum lyft á æðra stig með tengingum við hinar ýmsu upplýsingar, svo sem:
Staðallinn er þegar til staðar í dagvöruverslunum, í apótekum og í heilbrigðisgeiranum og inniheldur gögn um allt frá einföldum vörugögnum til markaðssetningar, skoðanakannana, umsagna og annarra eiginleika sem styrkja samband neytenda við vörumerkið.
Dæmi um aðra notkunarmöguleika eru meðal annars stafrænar kvittanir og innköllunartilkynningar sem beinast beint að neytendum.
Myndböndin hér að neðan geta frætt þig um helstu kosti GS1 Digital Link
Staðallinn bætir og auðgar upplifun neytenda við vörukaup. Hann stuðlar að aukinni tryggð við vörumerkið og eykur sveigjanleika í upplýsingagjöf. Sömuleiðis lyftir GS1 Digital Link farsímaskönnun í smásölu upp á nýtt stig.
Í dag eru mismunandi strikamerki notuð til að skanna við kassa, í vöruhúsum og til að veita upplýsingar til neytenda og samstarfsaðila, sem þýðir að stundum þarf að nota fleiri en eitt strikamerki á vöru. Með GS1 Digital Link geta allir aðilar í aðfangakeðjunni skannað eitt og sama strikamerkið.
Bera vörurnar þínar nú þegar GS1 strikamerki? Ef svo er, þá ertu tilbúinn til að innleiða GS1 Digital Link. Þessi tækni er hægt að nota með öllum GS1 merkingarstöðlum sem geyma gögnin þín og opnar hún dyr að alveg nýjum möguleikum fyrir til dæmis:
Upplýsingarnar í merkinu geta í upphafi verið slegnar inn af eiganda vörumerkis og síðan geta söluaðilar bætt við, til dæmis, afslætti, tilboð og uppskriftir.
Nýjasta útgáfan af GS1 Digital Link staðlinum og leiðbeiningar um innleiðingu er að finna á gs1.org.
Kynntu þér endilega efnið hér að neðanverðu:
Hefur þú frekari spurningar varðandi GS1 Digital Link? Hikaðu þá ekki við að hafa samband því að við tökum fyrirspurnum fagnandi.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is