Samsøe & Samsøe: Betri upplifun viðskiptavina með RFID
Samsøe & Samsøe: Betri upplifun viðskiptavina með RFID
Samsøe & Samsøe: Betri upplifun viðskiptavina með RFID
6.9.21
  |  
Signe Poulsen
|
5
 min
No items found.

GS1 staðlar og strikamerki ná langt út fyrir smásölu- og heilbrigðisgeirann.

Textíliðnaðurinn er einnig að taka fyrstu skrefin í aukinni stafrænni þróun í formi RFID-merkinga. Hjá danska fatamerkinu Samsøe & Samsøe hefur innleiðing Radio Frequency Identification (RFID) greinilega í för með sér minni notkun á sameiginlegum auðlindum okkar til lengri tíma litið.

Hjá Samsøe & Samsøe eru Tommy Nimand (fjármálastjóri) og Christian Ulf Jacobsen (umsjónarmaður framboðskeðjunnar) fúsir til að deila reynslu af innleiðingu Radio Frequency Identification (RFID), sem nú myndar grunnforsendur fyrir alla birgðastjórnun vörumerkisins.

Hvað olli því framar öðru að þið sögðuð já, nú ætlum við að byrja á RFID?

„Ég hef í mörg ár verið meðvitaður um möguleikana sem liggja í RFID, en það var heimsókn á ráðstefnu til Þýskalands fyrir um tveimur árum sem vó þyngst á vogarskálinni. Ég gat þá sannreynt hversu ótrúlega hratt birgðatalning er gerð með RFID-merkjum. Við fórum heim og settumst niður til að reikna dæmið og komumst að því að tímasparnaðurinn einn og sér í tengslum við fjórar árlegar birgðatalningar myndi standa undir kostnaði við framkvæmdina. Og þá þurfti ekki að hugsa sig meira um,“ segir Tommy.

Í innleiðingarferlinu hefur fyrirtækið lent í nokkrum ófyrirséðum uppákomum, t.d. vandamálum með læsileika RFID-merkja á glitrandi glimmersokkum – en málmur getur orsakað vandamál við aflestur einstakra merkja. „En slíku muntu alltaf lenda í þegar þú ferð nýjar leiðir, og þá verður bara að leysa það,“ segja þeir Christian og Tommy.

Hvernig hafa starfsmenn verslana tekið á móti RFID?

„Frá upphafi höfum við verið mjög meðvituð um að ef starfsmennirnir fá ekki góða upplifun þá verða þeir neikvæðir. Grundvallaráskorun við að breyta merkingaraðferðinni er í eðli sínu sú að setja þurfti RFID-merki á allar vörur okkar. Og hvernig á að gera það? Annað hvort er hægt að fá starfsmennina til að endurmerkja hverja einustu vöru í hverri einustu verslun og vöruhúsi – og engum finnst það spennandi.

Þannig að við ákváðum aðra nálgun: við byrjuðum að setja á RFID-merki í framleiðslunni ásamt venjulegum strikamerkjum. Á sex mánuðum voru verslanirnar nánast fullar af RFID-merktum vörum. Þá þurftu starfsmennirnir aðeins að endurmerkja nokkrar vörur. Reynslan af því að geta talið birgðir svo miklu hraðar en með strikamerkjum – sú reynsla selur sig sjálf.“ 

Fyrir utan sparnaðinn við vörutalningu, hvaða aðra kosti hefur RFID í för með sér?

„Annar valkostur er aukið vöruöryggi. Eins og er eru um 25% verslana okkar með skynjara fyrir ofan útgangsdyr, sem greina hvort vara sem ekki hefur farið í gegnum sölustaðinn yfirgefi verslunina án þess að vera seld. Þetta er augljós og einföld leið til að nýta fjárfestinguna sem þú hefur þegar sett í RFID-merkin.“   

Hvernig stuðlar RFID að því að þið náið markmiði ykkar um að bæta upplifun viðskiptavina?

„RFID er grunnforsenda fyrir stafræna þróun fyrirtækisins. RFID gefur okkur fullvissu um að við vitum í rauntíma nákvæmlega það sem við höfum á lager - ekki bara í dreifingarmiðstöð og sumum verslunum, heldur á öllum stöðum.

Með þessari þekkingu getum við þróað tilboð okkar til viðskiptavina. Meðal annars gerir það okkur kleift að veita viðskiptavinum vandaðri verslunarupplifun, þar sem við erum ekki með allar stærðir hangandi í versluninni og þannig fær fólk meira andrými og finnst tekið betur á móti sér.

Það getur aðeins virkað þegar starfsmenn geta fljótt rannsakað hvaða aðrar stærðir eru í vöruhúsi verslunarinnar eða í annarri verslun. Þannig getum við boðið þeim að panta frá verslun (Click & Collect) og í raun alla möguleikana sem liggja í „omnichannel“ hugtakinu sem snýst um að hafa engin mörk milli mismunandi snertiflata - viðskiptavinir vilja ekki mörk.“

Hvað þýðir það fyrir ykkur að starfa á grundvelli staðla sem eru hlutlausir gagnvart veitendum tæknilausna, svo sem RFID-staðlinum fyrir GS1?

„Það eru engin takmörk fyrir omnichannel viðskiptum og við þurfum opin kerfi til að skapa sem besta samstarf við viðskiptavini og birgja. Við náum því að vera opin með því að nota GS1 staðla. Að auki lá þetta beint fyrir þar sem við vorum þegar að nota kennitölur og strikamerki frá GS1.“

RFID (Radio Frequency Identification) er notað í vaxandi fjölda atvinnugreina, þar á meðal auðkenningu dýra, í brobizz-appinu, rakningu gáma, fyrir snjallar verslunarhillur, bíllykla og lyfjavörur. RFID eykur skilvirkni framboðskeðja með minni kostnaði, hraðari meðhöndlun og meira öryggi.

RFID tækni gerir það mögulegt að bera kennsl á hluti með útvarpsbylgjum og hægt er að lesa merkið í miklu meiri fjarlægð en raunin er með strikamerki og án þessað merkið sé sýnilegt. Til dæmis þýðir þetta að hægt er að skanna alla hluti í flutningseiningu í sama ferli.  

Samsøe & Samsøe hóf starfsemi árið 1993 þegar Samsøe-bræðurnir opnuðu litla verslun undir eigin nafni í Latínuhverfinu í Kaupmannahöfn. Vörumerkið, sem upphaflega seldi aðeins skartgripi, stækkaði fljótt til og fór að selja vandaða stuttermaboli og prjónafatnað, fyrst og fremst fyrir karla. Árið 2000 tóku Peter Sextus og Per-Ulrik Andersen við vörumerkinu og breyttu því í alþjóðlegt tískuhús með áherslu á nútímalegan fatnað, skófatnað og fylgihluti fyrir karla og konur.

Fagurfræði Samsøe & Samsøe er skilgreind sem sameining götustíls Kaupmannahafnar og hins skandinavískan anda. Vörulínurnar víkja frá nýjustu tískustraumum og draga fram hina þekktu og viðurkenndu hönnunarhefð Danmerkur, sem leiðir til naumhyggju, sanngjarnrar verðlagningar og aðgengilegs stíls.  

GS1 þjónustur í þessari grein
No items found.

GS1 Gagnalaug

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.

Kerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.

No items found.
No items found.

GTIN

GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.

GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.

GLN

GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.

Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.

Fleiri sögur