Þegar eldur kviknar eru miklar líkur á því að neyðaraðilar í hverju landi séu kallaðir til og berjist gegn eldsvoðanum. Ef efnaverksmiðja brennur, vöruhús logar eða þurrir sumarskógareldar eiga sér stað kemur slökkviliðið á staðinn með sérfræðingahópum og búnaði.
Brunagallarnir eru einn helsti búnaður slökkviliðsfólks. Í Danmörku hefur danska neyðarlínan búið til snjallt kerfi sem heldur utan um birgðir, þvott og viðhald, allt á grunni EPC-staðla frá GS1.
„Á undanförnum áratugum höfum við og alþjóðlegir samstarfsmenn okkar veitt öryggi slökkviliðsmanna aukna athygli. Þegar byggingar og annað brennur er mikið af hættulegri losun t.d. sótagna, tjörnaefna og asbests,“ segir Niels Jørgen Fig, yfirmaður flutningamiðstöðvar dönsku neyðarlínunnar fyrir hlífðarklæðnað og öryggisbúnað.
Það er mikill kostur að allir - hvort sem það er í vöruhúsinu, á saumastofunni eða íþvottahúsinu - geti stöðugt skannað föt og séð nákvæmlega hvað á að gera með hverja flík.
Hlífðarfatnaður, hanskar og grímur verða því að vera í lagi til þess að slökkviliðsmenn andi ekki að sér eiturefnum. Fyrst af öllu felur það í sér rétt viðhald og þess vegna eru öll brunaföt nú búin traustum RFID-örgjörva sem saumaður er í brunabúningana.
„Við gætum þess mjög vel að flokka hlífðarfatnað, grímur, hanska og annan búnað þegar okkar fólk hefur lokið þjálfun, kennslu eða björgunaraðgerðum. Allt er flokkað og sett á hjólavagna eða í plastpoka fyrir venjulegt óhreint“, ,,agna- og eld- og reykmengað“, ofur-hitnun“ og asbest. Hlífðarfatnaðinn verður að meðhöndla og þvo á annan hátt eftir flokkum,“ útskýrir Niels Jørgen Fig enn fremur.
Þvottafólkið fær notaða búnaðinn og getur auðveldlega greint hann vegna þess að til þess þarf einfaldlega RFID-lesara sem les RFID-örgjörvann. Þvottafólkið skoðar búnaðinn eftir þvott og skráir hvort þurfi að gera við hann á saumastofunni. Það er mikilvægt að búnaðurinn sé heill og að sérstaklega innri himnurnar séu ósnortnar þannig að þær geti verndað notandann gegn eiturefnum og vatnsleka. Á öllum stigum virðiskeðjunnar - frá fötunum sem farið er úr yfir í þvott og viðhald til staðsetningar í vöruhúsinu þar sem er allt er tilbúið til notkunar - eru stöðvar sem eru búnar loftnetum eða RFID-lesurum sem taka upp búnaðinn og veita notandanum upplýsingar á skjá.
RFID merki er lítill örgjörvi með loftnet, vafinn í plast. Hann skilar svari um hvaða númer hann hefur þegar hann er settur nálægt loftneti (lesara) ásamt tölvu. RFID merkið þolir iðnaðarþvott við háan hita.
Litlu RFID- örgjörvarnir eru festir í næstum alla brunabúninga, þannig að hægt sé að skrá þá í flutningamiðstöð dönsku Neyðarlínunnar í Haderslev sem hefur búnað uppsettan í þeim tilgangi. Ennfremur er þrýstinæmur skjár settur upp þar sem starfsmaður getur valið úr ýmsum aðgerðum. Þegar hlífðarfatnaðurinn er afhentur starfsmanni er það skráð í gegnum starfsmannanúmer.
„RFID-örgjörvinn og upplýsingatæknikerfið, sem safnar gögnum og kynnir það á notendavænum skjám, þýðir að við höfum stafræna hönd með búnaðinum á öllum tímum. Það er mikill kostur að allir – hvort sem það er í vöruhúsinu, á saumastofunni eða íþvottahúsinu – geti stöðugt skannað hlífðarfatnað og séð nákvæmlega hvað þarf að gera við hverja flík,“ segir Niels.
• Allir í virðiskeðjunni vita alltaf hvað á að gera við hverja flík
• Það er auðvelt að fá yfirsýn yfir birgðir og fljótlegt að fylgjast með búnaði
• Rétt viðhald eykur öryggi og endingartíma búnaðar
• Gagnasöfnun myndar grundvöll fyrir innkaup og samtal við birgja
Til viðbótar við marga aðra kosti sem RFID-kerfið veitir, þar á meðal betri yfirsýn yfir búnað, rekjanleika og aukið öryggi starfsmanna, leggur Niels Jørgen Fig sérstaklega áherslu á ávinninginn af gagnasöfnun, sem myndi betri innkaupagrunn.
„Söfnun gagna um hversu oft mismunandi gerðir búnaðar þurfa viðgerð gefur okkur þekkingu á því hver endingartími búnaðarins er í raun og hvaða áskoranir við gætum staðið frammi fyrir. Það er þekking sem við höfðum ekki áður og það er mjög dýrmæt viðbót í samtali okkar við birgja.
Annar mikilvægur ávinningur er að kerfið fylgist sjálfkrafa með fjölda þvotta sem föt fara í gegnum og lætur vita þegar verið er að þvo ákveðin föt í 20. sinn.“
Þá er kominn tími til að þau verði gegndreypt að nýju. Gegndreypingin er mjög mikilvæg fyrir getu fatnaðarins til að forðast agnir og óhreinindi og þar með fyrir öryggi slökkviliðsmannsins.
RFID-merkið og kerfið til að safna og taka upp gögn hafa verið þróuð af RFID sérfræðingi 2Trace og voru innleidd á deild dönsku neyðarlínunnarr í Haderslev árið 2019. Niels Jørgen Fig útskýrir að kerfið hafi krafist nýs vinnuflæðis fyrir starfsfólkið, en að breytingin hafi gengið tiltölulega hratt og vel fyrir sig.
GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.
GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.
Kerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.
GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.
GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.
GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.
Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.