The Global Language of Business

Hvað er Digital Product Passport?

Digital Product Passport (DPP) er stafræn sjálfbærnigögn um lífsferil raunverulegra vara, sem í samspili við GS1-staðla gerir þér kleift að sannreyna, stjórna og sýna sjálfbærni vörunnar þinnar.

Digital Product Passport á tveimur mínútum

Digital Product Passport í framkvæmd

Digital Product Passport eða stafrænn vörupassi, útskýrir ferli vöru í hringrásarhagkerfinu. Vörupassinn inniheldur þannig einstakt auðkenni vörunnar sem svo tengist einni eða fleiri gagnaveitum - og gefur þannig fyrirtækjum og neytendum auðveldan aðgang að upplýsingum um vöruna eins og: Endingartíma, uppruna, ábyrgð, upplýsingar um endurvinnslu, leiðbeiningar um samsetningu eða viðgerðir beint frá framleiðenda - eða öðrum gagnagjöfum sem að hann velur.

Ný Evrópureglugerð

Evrópusambandið er að taka sín fyrstu skref í átt að hringrásarhagkerfi og stefnir að því að verða sjálfbærasta svæði heims. Stafræn vörupassi eru hluti af nýrri rammalöggjöf frá ESB - Ecodesign for Sustainable Products Regulation (ESPR), sem hluti af græna sáttmála ESB, með það að markmiði að uppfylla skuldbindingar Evrópu samkvæmt Parísarsamkomulaginu og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Tillagan nær til næstum allra afurða á Evrópumarkaðnum á öllum vörusviðum, að undanskildum matvælum, dýrafóðri og lækningavörum, þar sem önnur löggjöf með sambærilegum kröfum gildir. Lögin eru væntanleg til að taka gildi í byrjun árs 2025, og síðan munu reglurnar vera innleiddar smám saman fram til ársins 2030.

Dæmi: Vörupassi fyrir bílarafhlöður

Helstu kostir Vörupassans

Löggjöf ESB um vöruvegabréf tryggir samræmda upplýsingastjórnun og inniheldur nauðsynleg verkfæri til að ná og fylgja eftir sjálfbærnimarkmiðum fyrirtækja og auka samskipti við neytendur.

Stuðlar að sjálfbærni

Neytendur geta fengið beinan aðgang að vörugögnum í gegnum snjallsímann og hjálpar þeim þarme að taka upplýstar ákvarðanir

Aukinn rekjanleiki

Einkvæm auðkenni munu gera sýnilegt hvort og hvernig allir aðilar í virðiskeðjunni uppfylli kröfum um sjálfbærni

Aukinn sýnileiki

Opin gögn varðandi sjálfbærni munu veita fyrirtækjum og neytendum meiri sýnileika í gegnum aðfangakeðjuna.

Neytenda- og vöruöryggi

Áreiðanleg og sannreynd gögn vernda vörur, neytendur og sjúklinga og tryggja að allir fái sömu upplýsingar.

Afkastameiri vörustjórnun

Framleiðslufyrirtæki og kaupendur forðast óþarfa handvirka stjórnun og meðhöndlun gagna.

Reglufylgni

Stöðluð upplýsingagjöf tryggir að fyrirtæki fari eftir lögum, reglum og kröfum yfirvalda og eftirlitsaðila.

Digitale produktpas og GS1

GS1-standarder gør det muligt for digitale produktpas at fungere i praksis. Især standarder for identifikation, mærkning og deling, herunder 2D-stregkoder og GS1 Digital Link, er særligt relevante for digitale produktpas. Det betyder, at GS1-standarderne giver online adgang og produktinformation fra samme stregkode dermed scannes af forbrugere medmobiltelefon, ved kassesystemet - og af alle parter i logistikkæden.

GS1 Denmark har en drivende rolle i at muliggøre løsninger til digitale produktpas. Vi er aktive i det globale standardiseringsarbejde hos GS1 for yderligere at fremtidssikre DPP.

Viltu fræðast betur?

Lestu þig til um nýju Evrópureglugerðina, skýrslur og útgáfur frá fyrirtækjum og stjórnvöldum.

Við veitum ráðgjöf

Langar þig að fræðast nánar um stafræna vörupassann? Hikaðu þá ekki við að hafa samband því að við fögnum fyrirspurnum.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is