GS1 Ísland sér um úthlutun alþjóðlegra strikamerkja (GTIN) og GLN-auðkenna og veitir aðstoð og ráðleggingar við notkun þeirra.
GS1 eru alþjóðleg samtök með meira en tvær milljónir félaga og skrifstofur í 118 löndum. GS1 gefur út alþjóðlega staðla og strikamerki sem notuð eru af verslunum, birgjum, heilbrigðiskerfum og fjármálakerfum um allan heim.
Staðlarnir tryggja markvissari og hagkvæmari aðfangakeðju.
Þjónustur GS1 eru stafrænar, öruggar og alþjóðlega staðlaðar. Þær auka hagkvæmni, leysa vandamál og auðvelda rekstur. Lausnirnar henta stórum sem smáum fyrirtækjum.
Við greiðum leiðina fyrir vöxt fyrirtækja með stöðlum og gagnsæi svo vörur heimsins geti skipst um hendur bæði fljótt og örugglega.
Við bjóðum upp á staðlað og einfalt kerfi sem hjálpar fyrirtækjum þvert á atvinnugreinar að skapa einfaldara og skilvirkara daglegt líf.
Við gerum nýjum sem og gömlum fyrirtækjum kleift að stunda verslun á heimsmarkaði svo þau geti vaxið og fundið nýja viðskiptavini og markaði fyrir sínar vörur.
Við auðkennum, kerfisvæðum og deilum gögnum þvert á vöruflokka og atvinnugreinar. Þannig aukum við öryggi og samræmi fyrir fyrirtæki og neytendur.
Við höfum þær lausnir sem þarf til að veita neytendum og samfélaginu betri þekkingu á sjálfbærni og gera þannig smásöluverslun á Íslandi grænni í framtíðinni.
Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti, tökum við fyrirspurnum fagnandi.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is